Saga CIN CIN
CIN CIN ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem stofnað var árið 2020, í þeim tilgangi að gera Íslendingum kleift að njóta lífsins án samviskubits. Við flytjum inn óáfeng og lítið áfeng gæðavín og drykki fyrir fólk sem aðhyllist heilbrigðan lífsstíl og vill draga úr áfengisneyslu eða einfaldlega neyta óáfengra drykkja. Allar vörur sem við seljum eru vel valdar og leggjum við mikla áherslu á náttúrulegar, lífrænar og sykurlitlar gæðavörur.
Helsta markmið okkar er að gera óáfeng gæðavín og drykki, aðgengileg fólki úti um land allt og svara þannig aukinni eftirspurn eftir slíkum vörum, ásamt því að hvetja til heilbrigðari lífsstíls.
Elti drauminn í kjölfar atvinnumissis í Covid
Árið 2021 birtist grein um Gunnar Inga Svansson, framkvæmdastjóra CIN CIN. Greinin fjallaði um kveikjuna að fyrirtækinu og vegferðina.