Noughty
Noughty vínin frá Thomson & Scott eru framleidd á vínekrum á Suður Spáni. Þau eru framleidd líkt og venjuleg vín nema á lokastigi framleiðslunnar eru þau áfengishreinsuð. Með þessum hætti halda þau bæði gæðum og bragði. Noughty vínin hafa slegið í gegn á Íslandi og hefur m.a. verið líkt við hágæða frönsk kampavín.
Um Noughty
Noughty vínin eru framleidd af fyrirtækinu Thomson & Scott. Stofnandi þess er Amanda Thomson, lærður vínframleiðandi frá hinum fræga Le Cordon Bleu skóla. Í framleiðslu Noughty vínanna er mikið lagt upp úr gæðum. Þau eru óáfeng, lífræn, sykurlítil og vegan. Þar að auki leggur hún sérstaka áherslu á aukið gagnsæi í vínframleiðslu og merkingum og vill auka vitundavakningu á meðal neytanda varðandi innihald vína. Noughty hvítvínið var fyrsta varan hennar og mætti halda að beðið hafi verið eftir því, svo góðar voru undirtektirnar. Noughty rósavínið fylgdi þar á eftir og ekki voru móttökurnar þar síðri. Noughty hefur hlotið hinar ýmsu viðurkenningar og það er alls ekki sjaldséð sjón að sjá Noughty tróna á toppnum á listum yfir bestu óáfengu vínin, enda hefur Noughty oft á tíðum verið líkt við hágæða frönsk kampavín.