Algengar spurningar

Er öruggt að neyta drykkjanna á meðgöngu og með barn á brjósti?

Það er öruggt að neyta lang flestra drykkja sem við seljum, á meðgöngu og með barn á brjósti. Einu vörurnar sem falla ekki þar undir eru BOLD vörurnar, þar sem þær innihalda koffín yfir ráðlögðum mörkum fyrir barnshafandi konur eða konur með barn á brjósti.

Hvað varðar allar aðrar vörur þá eru þær annað hvort alveg áfengislausar eða undir 0,5%, sem er svipað magn og í mörgu öðru sem við neytum, án þess að gera okkur grein fyrir því. Það kemur eflaust mörgum á óvart að það er stundum örlítið áfengi í appelsínusafa, sojasósu og jafnvel í þroskuðum banana! En allt flokkast þetta undir óáfengar vörur, þar sem áfengismagn er svo lítið að það hefur ekkert að segja. Það sama má segja um vörurnar okkar, sem allar eru annað hvort alveg áfengislausar eða undir þessum umræddu mörkum.

Vörurnar sem við bjóðum upp á eru því fullkomlega öruggar á meðgöngu og fyrir þig sem sem kýst óáfengan lífsstíl. Þú finnur nákvæmar upplýsingar um áfengismagn undir hverri vöru í vefversluninni.

Hvað þýðir að vín sé áfengishreinsað?

Alvöru áfengislaus vín fara í gegnum og þola allt vínvinnsluferlið. Að lokum eru þau áfengishreinsuð sem skilar af sér áfengislausri lokaafurð. Hægt er að gera þetta tvo mismunandi vegu, vinsælasta leiðin er að hita vínið upp sem verður til þess að etanólið í því gufar upp. Hágæða framleiðendur gæta þess að hita vínið upp í sem lægst hitastig, sem gerir þá etanólinu kleift að gufa upp án þess að vínið sé eldað. Niðurstaðan verður alvöru og hágæða óáfengt vín (< 0.5%).

Hvers vegna er <0,5% alkóhól í sumum drykkjunum?

Alkóhólmagn undir 0,5% hefur ekki áhrif á neytandann með nokkrum hætti. Helsta ástæðan fyrir því að skilið sé örlítið áfengi eftir er sú að ferlið við að ná fullkomnu bragði úr þessum hráefnum krefst þess stundum að hafa ögn af áfengi í drykknum.

<0,5% áfengi er svipað magn og í mörgu öðru sem við neytum, án þess að gera okkur grein fyrir því. Það kemur eflaust mörgum á óvart að það er stundum örlítið áfengi í appelsínusafa, sojasósu og jafnvel í þroskuðum banana! En allt flokkast þetta undir óáfengar vörur, þar sem áfengismagn er svo lítið að það hefur ekkert að segja. Það sama má segja um vörurnar okkar, sem allar eru annað hvort alveg áfengislausar eða undir þessum umræddu mörkum.

Vörurnar sem við bjóðum upp á eru því fullkomlega öruggar á meðgöngu og fyrir þig sem sem kýst óáfengan lífsstíl. Þú finnur nákvæmar upplýsingar um áfengismagn undir hverri vöru í vefversluninni.

Afhverju er talað um óáfengan drykk þegar það er smá alkóhól í honum?

Samkvæmt íslenskum lögum telst vökvi óáfengur ef hann er undir 2,25% alkóhól.

Vörurnar okkar eru alveg áfengislausar eða undir 0,5% sem er svipað magn og í mörgu öðru sem við neytum, án þess að gera okkur grein fyrir því.

Vörurnar sem við bjóðum upp á eru fullkomlega öruggar á meðgöngu og fyrir þig sem sem kýst óáfengan lífsstíl.

Þú finnur nákvæmar upplýsingar um áfengismagn undir hverri vöru í vefversluninni.