Everleaf

Everleaf eru frábærir í fordrykki og aðra kokteila, í staðinn fyrir gin, bleikt gin og spritz. Everleaf eru bragðgóðir og flóknir, enda framleiddir úr 14-16 náttúrulegum hráefnum.

Sjá Everleaf vörur

Saga Everleaf

Stofnandi Everleaf er Paul Mathew. Hann hefur eytt mestu lífi sínu umkringdur náttúrunni, meðal annars sem náttúruverndarlíffræðingur. Hann hefur því fylgst vel með náttúrunni í gegnum árin og lært hvernig best sé að hafa samskipti við hana og ekki þvinga fram það sem hann vill fá frá náttúrunni, heldur gefa henni svigrúm til að bjóða upp á það.

Paul vann einnig sem barþjónn og í starfi sínu þar var hann mjög forvitinn og lagði mikið upp úr því að hlusta á viðskiptavinina og reyna að skilja hvað var sem heillaði þá. Hann upplifði að það var töluvert auðveldara þegar kom að áfengjum drykkjum, þegar kom að óáfengum var landslagið hins vegar allt annað. Hann velti því fyrir sér hvernig hann gat búið til hinn fullkomna fordrykk (aperitif). Hann hugsaði strax að náttúran hefði svarið við því. Við tók langt ferli af tilraunum þar sem Paul rannsakaði allt mögulegt, allt sem hafði eitthvað með bragð og áferð að gera. Hann fann hráfefni sín bæði í sjó og á landi og er Everleaf vörulínan framleidd úr 14-16 mismunandi náttúrulegum hráefnum.