Skip to product information
1 of 1

Lime DaiquirISH áfengislaus 250 ml. (4 dósir)

Lime DaiquirISH áfengislaus 250 ml. (4 dósir)

Það er nefnilega alltaf tilefni til að skála!

Venjulegt verð 1.995 ISK
Venjulegt verð Útsöluverð 1.995 ISK
Á tilboði Uppselt
-

DaiquirISH frá ISH er tilbúinn óáfengur kokteill. Þarna tekur ISH tímalausan Lime Daquiri sem kemur upphaflega frá Kúbu og kemur honum í nútímalegt form.

Bragðið er frábært og inniheldur drykkurinn RumISH, lime og hrásykur.

Mælt er með að bera hann fram ískaldan í kokteilslasi en 1 dós býður uppá 2 drykki.

  • Áfengislaus (<0,2%)
  • Búinn til úr náttúrulegum hráefnum
  • 46 kcal í dós
  • Sykur (9,9 g / 100 ml)
  • Búinn til úr náttúrulegum hráefnum

Af hverju <0.2% alkohól?

Ferlið við að ná fullkomnu bragði úr þessum hráefnum krefst þess stundum að hafa ögn af áfengi í drykknum. Þess vegna er DaquirISHmældur með <0.2% alkóhól. Til viðmiðunar þá er appelsínusafi oft með 0,3%-0,4% alkóhól.

Það er fullkomlega öruggt að njóta drykksins á meðgöngu sem og fyrir þau sem aðhyllast áfengislausan lífsstíl.

Lesa meira

Algengar spurningar

Hvað þýðir að vín sé áfengishreinsað?

Alvöru áfengislaus vín fara í gegnum og þola allt vínvinnsluferlið. Að lokum eru þau áfengishreinsuð sem skilar af sér áfengislausri lokaafurð. Hægt er að gera þetta tvo mismunandi vegu, vinsælasta leiðin er að hita vínið upp sem verður til þess að etanólið í því gufar upp.

Hágæða framleiðendur gæta þess að hita vínið upp í sem lægst hitastig, sem gerir þá etanólinu kleift að gufa upp án þess að vínið sé eldað. Niðurstaðan verður alvöru og hágæða óáfengt vín (< 0.5%).

Hver er skilafresturinn þegar verslað er í vefverslun?

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Vinsamlegast hafið samband við Cin Cin ehf. með spurningar.

Hvað líður langur tími frá því að pantað er og vörurnar berast?

Allar vörur eru afgreiddar samdægurs ef pantað er fyrir hádegi á virkum dögum, næsta virka dag ef pantað er um helgi. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar.

Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti eða Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts og Dropp um afhendingu vörunnar.